Færsluflokkur: Bloggar

Vorið er á næsta leyti!

Eins og sást á veðrinu hérna í rvk í morgun mætti halda að vorið væri komið og sumarið handan við hornið. ''it´s a beautiful day'' eins og bono söng.

Svifrik er alvarlegt vandamál og ef enginn er vindurinn hleðst þetta upp allstaðar og getur valdið öndunarfærasjúkdómum. Maður ætti kanski bara að fá sér svifrykssíu á alla glugga svo maður bæti ekki gráu ofan á svart, verandi reykingarmaður og búa við laugaveginn...

Annars er ég voða tómur í hausnum núna og ætla að segja þetta gott.

já, og boltakallar góða skemtun í kvöld, er voða lítið í þessu sjálfur en skilst að það sé e-h mikilvægur leikur núna. 

Ciao, a presto! 

Skoðið endilega heimasíðuna mína!
Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


Einar sprækur!

Vaknaði úthvíldur í morgun og fór að vinna sem er ágætis tilbreyting frá þessu svefnleysi sem eg virðist vera búinn að vera með smá vott af (sérstaklega á virkum dögum) en allt komið í lag núna Wink

Eg fór í gærkvöld að sjá ''allt og ekkert'' hjá leikkélagi Kópavogs og er óhætt að mæla með því! fínasta skemmtun! þetta er svona kaffiboðs fílingur frá miðri síðustu öld, gamaldags sófar og lampar. teppi og kertaljós. Síðan sitja áhorfendur með leikurunum á meðan þeir segja sögur.

Hljómsveitaræfing og yoga í kvöld. Eg hlakka til!

 

þar til næst,

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


Rólegur dagur.

Rólegur dagur í dag, lítið búið að gerast. Eg fór að sjá the last king of scottland áðan og verð að segja að þetta er meira svona mynd sem maður horfir á á dvd. Annars er voða lítið að gerast svo eg ætla að slaka á fyrir framan imbann.

 

 

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


Vinnuvikan búinn!

''Gleði og hamingja!!'' Komin föstudagur og helgin framundan. Hvað skal gjört, hvað skal gjört. Það má guð vita (enda mín mál best geymd í hans höndum Halo

Eg fylgdi krökkunum í skólasund í dag, eins og alltaf á föstudögum, og mér til mikillar gleði voru þau stillt og prúð í rútunni og dagurinn leið hratt!

Eg kom svo heim eftir vinnu og hlustaði á eitt podcast með Gareth Emery sem er einn heitasti dj-inn í dag. Bara snilld! LoL

Kvöldið framundan.  Best  að fara og reyna að eignast eitthvað líf. 

 

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


Hvað er með þennan kulda.

Jæja, sit hérna heima og hlusta á Elliott smith, mér líður illa og það er gott fílingur hjá smitharanum enda vita flestir hvernig fór fyrir honum. Eg er að hlusta á fyrstu plötuna hans þessa dagana og er hún allveg sæmileg, jafnast að vísu ekki á við XO plötuna hans sem er hans besta að mínu mati Smile

Eg er búinn að vera í matarátaki síðustu daga sem gengur bara vel og eru nokkur kg farinn. sáttur með það LoL annars er þetta ekki spurning um að grennast, hef gert það oft áður, heldur grennast og þyngjast ekki aftur lol

Börnin í vinnunni voru frekar óþekk í dag og er eg þar af leiðandi frekar þreyttur núna. 

Rólegt kvöld fram undan... 

 

Þar til næst. 

 

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


útborgað á morgun og drengurinn sáttur!

Fékk launaseðlana í pósti í dag og fékk meira en ég bjóst við! Alltaf gott að vera til á þessum tíma mánaðar Grin

Eg var að byrja að bassast í nýrri hljómsveit á dögunum og þarf aðeins að blása rykið af bassaleiknum, hef ekki spilað með öðrum síðan ofurbandið Morfín var og hét. það voru ótrulega góðir tímar, lentum í 2. sæti í riðlinum á  músiktilraunum 2000! og gerðum 7 laga demó plötu sem komst í smá dreifingu og urðum við vinsælir í undergroundinu á sauárkróki LoL fyndið að huxa til þess.

Sahaja yoga er adferð af hugleiðslu til að öðlast kundalini vakningu og lifa í meira jafvægi og er ég búinn að stunda það daglega síðustu 8 mánuði og hef aldrei liðið betur. Frábær aðerð til að öðlast innri ró og vellíðan og það besta er að það er allt ókeypis!

í kvöld ætla ég á hljómsveitar æfingu og í jógatíma.

þar til næst,

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


Byrjaður að blogga!

Góðann daginn allir!

Þá er að kýla þetta blogg í gang!

Vaknaði í morgunn og fór frekar þreyttur í vinnuna. Eg er að vinna sem skólaliði í Háteigsskóla og er búinn að gera það í 2 mánuði. Þetta er frekar skemmtileg vinna með góðu fólki þó ég hafi verið frekar feiminn við það í upphafi, en nú er þetta allt að koma.

 Eg er að lesa bókina eftirmál þessa stundina og get ekki sagt að hann Freyr hafi lifað spennandi lífi en samt skil eg hann vel...

jæja, gott veður úti og eg ætla að fara að gera e-h. 

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


Prufublogg 2

Bloggfærsla númer tvö - bara að prófa þetta. 

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


Fyrsta bloggfærsla

Hæ, hæ, þar sem þetta er fyrsta bloggfærslan mín þá er þetta bara prufa á meðan ég átta mig á tækninni Blush.

Kveðja,

Einar Jónsson
Heimasíða


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Jakob Jónsson

Höfundur

Einar Jakob Jónsson
Einar Jakob Jónsson
27 ára skólaliði í Reykjavík.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband